Lagt er til að öll ákvæði um Trúnaðarráð verði fjarlægð úr lögum Pírata.
Trúnaðarráð hefur verið að mestu óstarfhæft síðustu 2 ár og starfar ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Í stað Trúnaðarráðs má efla aðildarfélög, auka ábyrgð þeirra og umsvif. Stjórnir aðildarfélaga geta tekið á sig þá ábyrgð að ræða við fólk, reyna að stilla til friðar og að sætta sjónarmið þegar þörf krefur.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation