Úthlutun fjármagns til kjördæmafélaga

Úthlutun fjármagns til kjördæmafélaga

Í meðfylgjandi hlekk er að finna hugmynd að lagabreytingum sem myndu tryggja kjördæmafélögum fast fjármagn á hverju ár en samt veita þeim sem fer með fjárveitingavald landsfélagsins svigrúm til að bregðast við aðstæðum sem upp gætu komið. Tillögur og greinargerð er að finna í hlekk: https://drive.google.com/open?id=1NQIyzZ9ZIfl34PfPhX4G65tThje_QJ6Q

Points

Mjög erfitt er að finna einhverja fasta tölu til úthlutunar til aðildarfélaga sem allir geta verið sáttir við. Hér er gerð tilraun til að festa í sessi ákveðinn grunn að fjármunum til kjördæmafélaga án þess að draga um of úr ákvörðunarvaldi framkvæmdaráðs. Lykilatriði tillögunnar eru efling kjördæmafélaga, skipulagning og ráðdeild í rekstri. Kjördæmafélög urðu fyrir valinu sem úthutunarþegar þar sem kjördæmin eru þekkt stærð og því auðveldara að reikna ýmsar breytur sem þurfa að liggja fyrir.

Þetta er ágæt reikniaðferð, en það er hinsvegar ekki endilega besta leiðin að fela framkvæmdaráði að ákvarða upphæðir til að efla starf aðildarfélaga, ekki ef stuðla á að raunverulegri valddreifingu. Þess í stað er markvissara að ákveða í lögum Pírata að 50% af fjármagni flokksins renni í grasrótarstarf aðildarfélaga.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information