X.1 Formaður skal kosinn í beinni kosningu af félagsmönnum á Aðalfundi. X.2 Stöðu formanns skal enginn gegna lengur en tvö kjörtímabil. X.3 Formaður skal veita miðlægan tengipunkt fyrir fjölmiðla og tryggja tengsl milli eininga flokksins. Hann gegnir hlutverki formanns í þingstörfum og veitir viðbrögð fyrir hönd hreyfingarinnar við stórviðburðum. X. 4 Formaður fer ekki með stjórnarmyndunarumboð einn og sér heldur deilir þeim með tveimur öðrum fulltrúum sem kjörnir eru á aðalfundi árlega.
Þetta er mögulega veikasta útgáfa af formanni sem nokkur flokkur hefur samið :) Af samráðinu að dæma virðist fólk vera sátt við formann með afmarkað og skýrt hlutverk. Takmörk á tíma er viðbót frá mér en ekki, frá starfshóp, en ég tel að með þessu þá séum við komin með ágætis varnagla. Með þessu móti höldum við núverandi umboðsmanna-fyrirkomulagi en komumst hjá því að þurfa að úthluta umboðsmönnum hlutverkið í miðri kosningabaráttu. Tillöguna má edita, við erum að leita að vinsælustu tillögunni.
Viðbótargrein: Umboðsmennirnir þrír eru kosnir árlega. Það mætti kalla það forsætisnefnd, en er ekki aðalatriði í sjálfu sér. Allir mega bjóða sig fram í þessi hlutverk, ég held að líkast til myndum við alltaf enda með þingmenn í þessum hlutverkum og ég myndi sjálfur alltaf kjósa þannig. En styrkurinn í þessu felst að við ákveðum hverjir gegna þessu hlutverki, ekki fjölmiðlar eða einhver önnur dýnamík. (Eins og t.d. bara hver er frekastur). Það tel ég framför.
Stjórnmálahreyfingar eru í samkeppni við aðrar stjórnmálahreygingar um að vinna tilteknum lífsskoðunum fylgi. Það er nánast algilt að til að ná árangri þurfa skipulagsheildir, hvort sem um er að ræða stjórnmálaflokka eða annað, að vera vel skipulagðar. Píratar þurfa vel útfært formannsembætti til að vinna sínum stefnumálum fylgi. Mér líst vel á þessar hugmyndir og ef eitthvað er mætti formannsembættið vera heldur valdameira en hér er lagt til.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation