6.7. Með samþykki 5% fundarmanna á almennum félagsfundi, en lágmark þriggja, skal vísa tillögu að lagabreytingu, ályktun, markmiði eða stefnu til rafrænna kosninga. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að koma slíkum ákvörðunum félagsfundar í kosningaferli.
Í gildandi lögum Pírata er ekkert ákvæði um lýðræðislegt ferli til að koma lagabreytingum í vefkosningu. Hér er lagt til að það þurfi almennan félagsfund til að koma lagabreytingum í vefkosningu, rétt eins og verið hefur með stefnur. Einnig að ályktanir og markmið skuli samþykkt af félagsfundi til að teljast gjaldgeng í vefkosningu. Svo er lagt til að framkvæmdastjóri beri ábyrgð á því að koma ákvörðunum félagsfundar í vefkosningu, en hingað til hefur verið óljóst hver á að gera slíkt.
Þesssu var breytt að mig minnir 2016 að það þurfi ekki félagsfund fyrst varðandi lagabreytingar. Ég er enn hlynnt þeirri hugmynd. Hitt er að það er hægt að koma ákveðinni kynningu í ferli. Ég myndi hafa að ábyrgðaraðili kosningakerfis komi því af stað en það þarf ekki sérstakan aðila til að setja inn í kerfið. Bara að koma því af stað. Að hafa framkvæmdastjóri er of þröngt og getur valdið erfiðleikum,t.d. í fríum, veikindum etc. Ég sé ekki þörf á lagabreytingu. Bara að verkferli sé skýrt.
Persónulega myndi ég frekar vilja hafa breytingar á lögum félagsins lengra ferli en breytingar á stefnu. Mér þætti t.d. ekkert skrítið við að takmarka lagabreytingar við aðalfundi, eða sérstök lagaþing, því t.d. breytingar á því hvernig framkvæmdaráð eða úrskurðarnefndir ættu að virka myndi held ég alltaf óhjákvæmilega kalla á auka-aðalfund.
Vandamálið sem ég sé og vil benda á er nitpicky as fuck, en óhjákvæmilegt. "ályktun" Ályktanir sem verða sem viðbrögð við t.d. uppljóstrunum verða að koma út eins hratt og hægt er til þess að þær einfaldlega þýði eitthvað. Að setja of strangar skorður á ferli ályktana gerir möguleika flokksins sem og aðildafélaga til þess að vera current í ályktunum sínum að engu. Það gerir það að verkum að allt sem við höfum að segja kæmi frá okkur svo seint að það hljómar annaðhvort óeinlægt eða gamalt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation