6.4. Ályktanir, markmið og stefnur má ákveða með einföldum meirihluta í gegnum rafræn kosningakerfi. 6.5. Ályktanir, markmið og stefnur mega ekki ganga gegn grunnstefnu Pírata og skulu alltaf rökstudd og hafa tilvísun grunnstefnu í fyrri ákvarðanir félagsins. 6.6. Ályktanir, markmið og stefnur sem ekki innihalda “gildir til” ákvæði skulu gilda í 2 ár.
Á síðustu misserum hafa verið nokkrar vefkosningar um ályktanir og stefnur. Ýmis markmið, svo sem kosningamarkmið unnin upp úr stefnum, hafa hinsvegar ekki farið í gegnum vefkosningakerfið, en ættu að gera það. Þessar þrjár lagabreytingartillögur bjóða upp á aðeins meira svigrúm í markmiðssetningu og stefnumótun. Í gr. 6.6 er þar að auki lagt til að ef samþykktar tillögur séu ekki tímasettar gildi almennt "sólarlagsákvæði".
Einfaldi meirihluti miðað við? Þátttakendur í kosningum? Þeirra sem eru skráð á x? Félagsfólks í heild? Aðildarfélagi? Ég myndi einnig hafa að hámarki 2 ár því að skyndilegar kosningar og fleira geta vafist fyrir því að það sé í gildi sjálfkrafa í 2 ár þar sem ekki er neinn fyrirvari að öðru leyti. Þetta er mjög óljóst og hægt að túlka á allt of marga vegu til þess að samræmi sé náð. Ég myndi einnig vilja hafa ramma utan um hvenær vefkosning er, núv. fyrirkomulag er óskilvirkt
Vandamálið sem ég sé og vil benda á er nitpicky as fuck, en óhjákvæmilegt. "ályktun" Ályktanir sem verða sem viðbrögð við t.d. uppljóstrunum verða að koma út eins hratt og hægt er til þess að þær einfaldlega þýði eitthvað. Að setja of strangar skorður á ferli ályktana gerir möguleika flokksins sem og aðildafélaga til þess að vera current í ályktunum sínum að engu. Það gerir það að verkum að allt sem við höfum að segja kæmi frá okkur svo seint að það hljómar annaðhvort óeinlægt eða gamalt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation