Talsmaður og stjórnarmyndunarumboð

Talsmaður og stjórnarmyndunarumboð

Píratar velja sér talsmann í kosningu við upphaf hvers kjörtímabils milli kjörinna fulltrúa sem gegnir hlutverki formanns í störfum þingsins og í samskiptum við aðra flokka. Fest verður í lög Pírata að umboð til stjórnarmyndunar sé í höndum oddvita Pírata á landsvísu sem koma sér saman um hverjir semji við aðra flokka sín á milli, en beri stjórnarsáttmála undir grasrót eftir kosningar. Eftir kosningar gegnir þingflokkurinn þessu hlutverki og skiptir ábyrgðinni sín á milli.

Points

Núverandi fyrirkomulag er að þingflokkur skipti þessu á milli sín sem hefur ekki virkað vel, hvorki fyrir hreyfinguna né þingflokkinn, né fjölmiðlaumfjöllun ef við förum þangað. En hérna skil ég aftur á móti ekki hvernig þingflokkur sinni þessu á milli sín eftir kosningar. Hver er þá með stjórnunarmyndunarumboð frá því að kosningar verða þar til kjörtímabil hefst?

Þessi útfærsla er í takt við þær utfærslur sem hafa verið ræddar, meðal grasrótar og meðal starfshóps. Ég hafði nefnt að val á þessum aðila í upphafi kjörtímabils gæti verið sá aðili sem hlýtur flest atkvæði ef við værum með þannig prófkjör að allir Píratar á landsvísu gætu kosið alls staðar. En það gæti reynst flókið og því styð ég það að kosið sé milli kjörinna fulltrúa og sé þá Oddviti/Kafteinn Pírata, formannstitillinn ógurlegi fer þá út.

Með því að velja talskonu eða talsmann uppfyllum veitum við fjölmiðlum miðlægan tengilið og formönnum annarra flokka einhvern til að ræða við og uppfyllum þingstörf. Viðkomandi fær þá líka greitt aukalega fyrir aukið álag og getur verið ábyrgur gagnvart grasrót. Með tillögu þessari vil ég forðast að upp komi sú staða að Píratar séu enn að ákveða hver semur fyrir sína hönd í miðjum kosningum með tilheyrandi vandræðagangi.

Í fyrsta lagi er það meirihlutastjórnarfyrirkomulag sem tíðkast hefur á Íslandi afar ólýðræðislegt og ættu Píratar að sjá sóma sinn í því að taka sem síst þátt í slíku. Í öðru lagi þá hafa stjórnarmyndunarviðræður alla tíð einkennst af mikilli leynd og fullkominni óvissu grasrótar um hvað sé verið að semja og hvað ekki. Ég á erfitt með að sjá fyrir mér að nokkur Pírati muni njóta svo almenns trausts innan hreyfingarinnar að á hann sé leggjandi að taka þátt í slíku.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information