Aðildarfélögin eru bakhjarlar framboða kjörinna fulltrúa, bæði á sveitastjórnastigi og á landsvísu þó svo framkvæmdaráð annist vissulega framkvæmd framboðsins (aðildarfélögin stýra sínum prófkjörum).
Framkvæmdaráð hefur sinnt þessu misvel. Kjörnir fulltrúar starfa heldur ekki í umboði þess, heldur aðildarfélagana sem setja reglur um prófkjör og samanstanda af fólki í hverju kjördæmi. Með þessu móti eru kjörnir fulltrúar í Kópavogi t.d. ábyrgir gagnvart aðildarfélagi sínu, í RVK gagnvart PíR og á Suðurlandi gagnvart aðildarfélögum þar.
Ég er ekki á móti þessum framfarafundum, en hér á þessum vef eru tvær aðrar keimlíkar hugmyndir, sem skila mjög svipaðri niðurstöðu, þ.e. að fá fólk til að tala saman nokkuð reglulega. Pírataþing- https://yrpri.org/post/22516 Ráðgjafaráð- https://yrpri.org/post/22592
Ég vil eiginlega leggja framfarafundi niður í núverandi mynd og taka upp annars vegar meira samráð og hins vegar að einstök kjördæmi og aðildarfélög þar kynni sín störf og þeirra fulltrúar séu þar, hvort sem er til samtals, funda eða viðburða eins og "framfarafundir" þess félags. Við þurfum að færa þetta frá einum stað og á fleiri staði. Þetta var gott á sínum tíma, en við höfum breyst svo mikið síðan þá.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation