Aðildarfélög sem spanna heilt kjördæmi eru ábyrg fyrir grasrót, kosningum, málefnastarfi og nýliðun innan síns svæðis. Aðildarfélögin fá sjálfsábyrgð með fjárveitingum og þjónustu frá nefndum, ráðum og starfsfólki Pírata. Fjárveitingar og fyrirkomulag sjálfsstjórnar eru skráð í lög Pírata. Aðildarfélög sem eru bundin við sveitarfélög starfa innan kjördæma í samráði og samræmi við viðkomandi kjördæmisfélag, en bera sjálf ábyrgð á sveitarstjórnakosningum þegar til þeirra kemur.
Það er sjálfsagt að setja skýrari reglur um þetta. Svo eigum við eftir að deila um aðferðina ;)
Í samræmi við grunnstefnu Pírata um dreifingu valds og slæma reynslu af miðstýringu á grasrótarstarfi. Flest aðildafélög hafa gefist upp og eru óstarfhæf þar sem þau fá ekki svigrúm til sjálfsstjórnar.
Aðildarfélag þarf að geti borið ábyrgð á starfi sínu og getu til að taka ákvarðanir fyrir sitt félag á sínu svæði. Eins og í sveitastjórnarkosningum. Kjördæmafélög ættu síðan að bera ábyrgð á fyrirkomulagi og aðgerðurm sem snúa að alþingiskosningum. Þetta dregur úr miðstýringu valds og eflir beinnt lýðræði sem svo eflir allt grasrótarstarf .
Ég styð að aðildarfélög fái ábyrgð og sjálfstæði og það haldist sterkt í hendur. Það þarf að vera skýrt hvernig fjármagni sé útbýtt því það byrjar alltaf hjá móðurfélaginu og það sé tryggt. T.d. ekki umsókn um fé í hvert sinn, heldur lögfest úthlutun. Sú úthlutun sé bundin við fyrirséð fjármagn hverju sinni þannig að það sé gegnsætt,aðgengilegt fjármagn en stofni ekki félaginu í skuld. Rammin um aðildarfélög yrði um leið meiri. Skýrt þarf líka að vera með hlutverk starfsfólks og þarfir.
Mér finnst í sjálfu sér frekar skrítið að ætla að vera bæði með aðildarfélög og kjördæmafélög til langs tíma. Mér finnst við verða að finna leið til að samræma þessar stofnanir, helst á kjördæmis-leveli, sem geti svo haft félagsdeildir, eða samþykkt að veita tilteknum félagsmanni umboð til að vera í forsvari á afmarkaðara svæði innan þess. En ég styð að þau hafi skýrt hlutverk og skýran fjárstuðning.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation