Safna meðmælendum fyrir prófkjöri

Safna meðmælendum fyrir prófkjöri

Frambjóðendur þurfi að skila tilteknum fjölda félagsfólks til að bjóða sig fram, ákveðnum af kjörstjórnum landshlutafélaga.

Points

Tillaga starfshóps

Mjög ósammála þessu, prófkjörin sem slík og úrslit þeirra eru meðmæli félagsfólks. Óþarfa tvöfeldni, sem er þar að auki útilokandi fyrir nýja þátttakendur, þetta er einfaldlega að tækla vandamál sem við höfum aldrei átt við að stríða.

Ef fólk vill fækka frambjóðendum niður í þá sem eiga mestan sjéns í efstu sætin þá er þetta fín leið. Það yrði þá einhver uppstillinganefnd sem myndi þurfa að finna 20 neðstu sætin. Það getur verið bæði gott og slæmt.

Ef fólk vill fækka frambjóðendum niður í þá sem eiga mestan sjéns í efstu sætin þá er þetta fín leið. Það yrði þá einhver uppstillinganefnd sem myndi þurfa að finna 20 neðstu sætin. Það getur verið bæði gott og slæmt.

Það er alveg nóg að þurfa að safna undirskriftum fyrir framboðinu sjálfu en að þurfa líka að skila inn 100 eða 200 meðmælendum til að fá að bjóða sig fram finnst mér fráhrindandi og fælandi fyrir t.d nýliða sem vilja bjóða sig fram.

Þetta getur leitt til þess að nýliðar fái ekki framgang þar sem enginn þekkir þá. En gamlir refir og freka fólkið fær forgang.

Það er verið að tala um að taka þetta úr almennum kosningarlögum. Er dálítil tímaskekkja.

Það eina sem þetta þýðir er að frambjóðendur þyrftu að lyfta handtaki til þess að bjóða sig fram, sem er ekki til of mikils ætlast og hallar síður en svo á nýliða heldur þvert á móti. Í dag getur þekkt fólk sjálfkrafa náð hátt, jafnvel ef það gerir ekkert nema að smella á takka í kosningakerfinu. Þessi aðferð myndi hjálpa nýliðum og atorkusömum einstaklingum á kostnað þeirra sem bjóða sig fram án þess lágmarks metnaðar að geta spurt 10 manns um stuðning til framboðs.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information