Tékknesk uppbygging fyrir miðlægan strúktúr

Tékknesk uppbygging fyrir miðlægan strúktúr

Þriggja manna ákvarðanaráð, starfsmannaráð, fjármálastefnunefnd, málefnaráð, úrskurðarráð. Aðildarfélög sjái um öll önnur verkefni eða komi sér saman um nýjar nefndir. Með þessu megi tryggja betur að fólk finni sig í félagsstarfi innan Pírata og hafi hlutverk, bæði gamlir og nýir.

Points

Tillaga smiðja á aðalfundi.

Finnst þetta frábært fyrirkomulag. Vil sérstaklega sjálfstætt fjármálaráð sem sér um fjárhagsáætlanagerð ásamt eftirliti með rekstri. Vil sjá þriggja manna framkvæmdastjórn/forsætisráð sem sinnir hlutverki hefðbundins formanns. Pólitísk viðbrögð, samningaviðræður um stjórnarsamstarf, meiriháttar ákvarðanir í rekstri os.frv.

Kosninganefnd er þriggja pírata nefnd (lýðræðislega kosin á aðalfundi) sem vinnur að undirbúningi kosningabaráttu í samráði við svæðisbundin aðildafélög. Ráðið fræðir og er leiðbeinandi fyrir aðildarfélögin og kosningavinnu þeirra.

Trúnaðarráð verður lagt niður. Stjórnir aðildarfélaga bera ábyrgð á grasrótarstarfi, þar með talið fundarsköpum, málamiðlunum og samskiptum félaga. Mögulegt er að visa hugsanlegum brotum á lögum Pírata til Úrskurðarnendar. Í öðrum tilfellum má óska þess að starfsfólk ráða til sérstaka málamiðlara/ráðgjafa til að miðla málum stríðandi Pírata og veita þannig stjórnum aðildarfélaga ráðgjöf til að ljúka málum. Stundum nást svo ekki sáttir. Cé la vie.

Formannsnefndin þykir mér vera athyglisverð pæling, en er ósammála með hvernig hún snýr að þingflokki. Þingflokksformaður hefur nóg af verkefnum. Frekar ætti grasrótin að velja þingmann og við ættum ekki að útiloka aðra kjörna fulltrúa frá að sitja í nefndinni, það þyrfti ekki endilega að vera af þingi, gæti verið einhver af sveitastjórnarstigi. Já, ég skil þrána fyrir það að ýta undir stöðu grasrótaraðila, en við megum ekki vængstífa kjörna fulltrúa heldur.

Starfsmannaráð er þriggja pírata ráð (lýðræðislega kosið á aðalfundi) sem fer með starfsmannamál eingöngu. Það mótar stefnu í starfsmannamálum og viðheldur henni, í samráði við aðildarfélög og önnur ráð. Formaður ráðsins er yfirmaður framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri fer með allar frekari ráðningar og samskipti við verktaka í samræmi við starfsmannastefnu.

Úrskurðarnefnd starfar sem fyrr, en hefur skýra fjárheimild til að fá aðkeypta lögfræðiráðgjöf til að flýta fyrir og létta þeim störfin þegar svo ber undir.

Formannsnefnd er þriggja pírata ráð sem í sitja formaður þingflokks, formaður tilnefndur af aðildafélögum til skiptis og varaformaður kosinn í slembivali. Formaður er þó aldrei þingmaður. Líta má á formann þessarar nefndar sem formann Pírata, sem er þó Hlutverk formannsnefndar Pírata eru: -að tryggja tengsl milli eininga félagsins, -að veita miðlægan tengipunkt fyrir fjölmiðla, -hafa frumkvæði að viðbrögðum við stóratburðum sem varða Pírata alla -semja fyrir hönd félagsins við aðra flokka.

Mér lýst vel á marga þætti inn í þessari tillögu. Starfsmannaráð ætti einfaldlega að kalla stjórn. Félagið þarf stjórn sem uppfyllir lagaleg skilyrði með ritara, formann, gjaldkera og tveimur með prókúru. Þetta er bara mikilvægt praktístk atriði. Að létta undir stjórn með fjármálaráði er fín hugmynd hugsa ég.

Finnst þetta góð pæling, að skipta upp þeim hlutverkum sem annars enda óhjákvæmilega hjá framkvæmdaráði (því það er enginn annar staður). Þó tel ég óhjákvæmilegt að heimila fólki að sinna fleiri en einu hlutverki á sama tíma. Þarna eru strax farin 15 manns sem mega þá ekki gera neitt annað. Það er orðið beinlínis erfitt fyrir okkur að manna stöður yfirhöfuð, vegna þess að fólk sem vill og getur má ekki bjóða sig fram í hina eða þessa stöðuna. Það eru þó ekki rök gegn hugmyndinni.

Fjármálaráð er þriggja pírata ráð (lýðræðislega kosið á aðalfundi) fer með eftirfarandi verkefni: -útbúa verklagsreglur um bókhald og fjármál Pírata, -sjá um fjárveitingar til aðildarfélaga í samræmi við lög Pírata þar um, -að vinna með aðildarfélögum, framkvæmdastjóra, bókurum, endurskoðendum og öðrum nefndum/ráðum að því að bókhald og fjármál séu vönduð og í samræmi við verklagsreglur, -sjá til þess að bókhald Pírata sé faglegt, opið og aðgengilegt.

Myndi vilja sjá fasta tíma fyrir hittinga/spjall fyrir málefni sem þurfa áheyrn og betrumbætur. Fyrir almenna borgara. Sem og sjáanlega eftirfylgldni á þeim málum sem píratar taka að sér og láta sig varða.

Hvað gerir ákvarðanaráð sem hin flóran af ráðum gerir ekki? Mér þætti einfaldara að meginstarf Pírata myndi skiptast í málefnastarf og rekstur. Bæði hjá Pírötum hjá Íslandi og líka hjá hverju aðildarfélagi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information