Nýliðaráð

Nýliðaráð

Nýliðun er tvennskonar, fá nýtt fólk inn og halda því, og fá nýja kjósendur. Halda fyrirfram skipulagðan fjölda opna fundi og fjölda greinaskrif til að ýta undir nýliðun. Halda sérstaklega utan um nýliðunarmál á landsvísu

Points

Tillaga smiðja á aðalfundi.

Dáldið ofaukið í þessum ráðafjölda

Nýliðun þarf ekki að vera undir stjórn miðlægs ráðs, nema það sé leiðbeinandi. Nýliðunartilraunir sem stýrt hefur verið frá Reykjavík hafa lítinn árangur boðið og engann árangur á landsbyggðinni. Þvert á móti hafa aðildafélög lognast útaf vegna afskiptsemi og miðstýringar. Nýliðun ætti að vera í höndum svæðibundinna aðildarfélaga, sem þekkja sitt landsvæði og starfa sjálfstætt.

Það að ætla að halda sérstalega utan um nýliðunarmál á landsvísu finnst mér vera miðstýring og ætti frekar að vera í höndum aðildarfélaga og kjördæmafélagar og þá heima í héraði. Það þarf að gefa þessum félögum góðan fjárstuðning til þess að sjá um þessi mál sjálf. Miðlun upplýsinga um hvað er að ganga vel í nýliðun ætti að peppa önnur félög til góðra verka.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information